Bið ykkur aftur um að kveikja á kertum....

Solla systir mín gengst undir aðgerð í firramálið - nú er það aðgerð vegna æxlis við heiladingul.

Vonum að ekki sé þetta slæmt þar sem hún er andlega og sæmilega líkamlega hress.

Síðast var hún afar veik og var með krabbamein í ristli sem var fjarlægt og hún fór í margra mánaða meðferð við. Hún var afar dugleg og stóð keik í gegn um það allt saman. Við héldum og vonuðum að þessu væri nú lokið en þá kom þetta í ljós......

Við Solla höfum alltaf verið nánar og farið í gegn um súrt og sætt saman í lífinu , við höfum  talað um allt okkar á milli og..... ég segi ykkur að um leið og ég opna augun á morgun hleyp ég fram og kveiki á kerti því hún á að mæta á sjúkrahúsið 06.45. Hugurinn verður hjá henni og allar mínar bænir fylgja á eftir.....

Megi allt ganga að óskum InLoveHeart

 


Gleði ....

.... er svo glöð með úrslitin, hvert sem þau leiða okkur.....Til hamingju Eourobandið....flott hjá ykkur !!!!

Ég missti mig pínulítið, stökk upp úr sófanum og argaði ...já, já....yes...yes... og minn maður horfði á mig brostnum augum og sagði What ? .....hvað er að þér....ég var eins og viðundur og sagði Hei..hei komst ekki áfram.................InLove Hann kinkaði kolli en horfði samt á mig eins og ég væri viðundur....Why... ??? En ég er Íslendingur......

Í kvöld er ég svo glöð Smile


Kvöl og pína....

...að vera svona áhugasamur eurovision aðdándi...eitthvað sem ég ÞARF alltaf að fylgjast með.

Í kvöld vitum við hver verður fulltrúi okkar í Serbíu í vor...er með mínar væntingar en er skít hrædd um að Reykjavíkur mafían vinni með heihei ið....mikið verð ég svekt - ætla að gera mitt besta til þess að berjast á móti því, tel þetta vera cirkus atriði og ekki heillavænt fyrir okkur og þar ofan í kaupið aldeilis lélega sungið Frown Skil ekki lengur þjóðarsálina, engan vegin. Þarna er fullt af alvöru listamönnum og frábærum söngvurum. Vonandi vinnur betra lag en þetta Pinch Í kvöld set ég upp grímu ef það versta gerist og segi ekki ORÐ ! Krossa fingur.

Peace.


Nú er Eouro mafían farin í gang....

Hvað er maður að ergja sig á þessu ár eftir ár að reyna að koma góðu lagi til keppni. Þessi þjóð er svo stupid að það er engu lagi líkt. Ef hei hei ho lagið verður valið, æli ég hvað þá sjipp hoj.....ojjjjjjjjjjjjj.

Veljum frekar euro bandið eða Ragnheiði Gröndal.....tónlistafólk út - takk - ekki aðra bommertu eins og Silvíu Nótt - hvað var svona gott við hana - þjóðarskömm ! Og allir sem kusu hana skömmuðust sín eftirá fyrir það að hafa kosið hana. Og engin vildi kannast við að hafa kosið hana. Er ekki komið nóg af heimsku ??? Lenti í margri rimmunni á mínum vinnustað útaf þessari vitleysu !

Er orðin leið á smekkleysi landans - fer að skoða það sem aðrar þjóðir hafa uppá að bjóða þetta vorið og hætti að hugsa um þessa keppni hér heima, sem ég hef fram að þessu notið að fylgjast með á hverju laugardagskvöldi til þessa - Verð með augnleppa næsta laugardag - tilbúin að skipta yfir á einhverja aðra rás ef útlitið verður með þessari vittleysu - Frown Er í kasti eftir að skoða blöðin í dag.......Crying


Laugardagslögin....

Alltaf einhver vonbrigði en ljósir punktar líka. Var verulega ánægð með að Ragnheiður komst áfram, flott hjá henni - stórgóð söngkona og lagið flott en hefði frekar viljað Haffa áfram heldur en hitt ruglið, rammfalskt og "útúr kú" ! Veit ekki hverslags smekkur á tónlist þetta er hjá þjóðinni nú til dags, einhverskonar múgsefjun grípur um sig þegar einhver segir FLOTT og þá fylgja hinir á eftir en þetta lag  marg endurtekin lumma, bumbur barðar og svo vingsaðist stelpan fölsk um sviðið og hana nú. Þungt yfir þeim - illa lukkað !

 Er hjartanlega sammála Guðrúnu Gunnars og vona svo sannarlega að alvöru tónlistarfólk fari fyrir okkar hönd í eurovision þetta árið.  Nógur var nú skandallin með Silvíu Nótt, herre gud.

 


Ketilás-síðan mun opna í dag......

Þá er að koma að því......Vilborg ætlar að setja inn nýja síðu í dag um undirbúning að Ketilásballi í júlí

 í sumar Whistling ...............

Það verður gaman að hitta fólkið sem þar var nær allar helgar sumarið 1968 og áfram næstu ár....

 

 

 Vonum að það verði geggjað veður

 

Peace - Allt sem við viljum er friður á jörð !Happy

 

 

 

 


Dalí um sumar....

Dalí í sumarblíðunni á Sauðanesi sumarið 2007


Dalí..............

Dalí að hvíla sig..........


Snjór, mikill snjór...

Sunnudagur og mikill snjór.

Ekki leiddist Dalí mínum úti áðan, hljóp eins og eldibrandur út og suður. Gaman hjá honum, jú alltaf hressandi að koma út en það er svo mikill snjór að það er erftitt að labba nema á miðri götunni og það er ekki alveg að gera sig jafnvel þó snemma á sunndagsmorgni sé. Það er sko komin vetur.

Tinna kom til okkar í gær er hér fyrir norðan í skíðaferð með pabba sínum. Gaman að sjá þau aðeins.

Annars - allt í rólegheitum og ekkert nýtt að frétta - allir hressir.


Þorrablót....

Mamma og pabbi voru með þorrablót í Reykjavík í gær fyrir systkini mín og maka, dugnaðurinn alltaf í þeim...og eflaust hefur verið mjög gaman hjá þeim.

Bóndi minn stakk hins vegar uppá því að við hefðum þorrablót hér fyrir okkur tvö, útvegaði svið og sauð hangikjöt á föstudaginn og var líka búin að viða að sér súrmat frá Kjarnafæði - sem hann bjó nú að einn því ég er ekki mikið fyrir súrmat - ja nema súrt slátur. Góðan vestfirskan harðfisk frá Ísafirði hafði hún Gilla mín útvegað mér og mér tókst líka að verða mér úti um laufabrauð. Síðan útbjuggum við rófustöppu og uppstúf og úr þessu varð hin mesta veisla. Rauðvín og kertaljós og rómantík Wink Maður þarf ekki alltaf að fara langt til þess að gera sér dagamun....En það er gaman að viðhalda gömlum hefðum og mest gaman að minn Portugalski maður skyldi stinga uppá þessu afþví að hann langaði SVOOOOOOOO í þorramat - þess virði á bóndadaginn !

Helgin góð og búin að fara á morgungöngu.....nú er farið að hvessa og gott að vera inni í hlýjunni. Er svo fegin að eiga svona dag - sunnudag - til hvíldar, lesturs, útivistar eða bara einhvers dundurs.......dásamlegt !

Hafið það sem best....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband