Lífið er gott.......

.....það er svo gott að eiga góða að, börnin og barnabörnin, og vera þakklátur fyrir eðlilegt líf og samskipti. Laust við reiði og hatur - eða aðrar slæmar hugsanir.

Hjá sumum koma upp "krísur" á síðari helmingi ævinnar. Verð ævinlega þakklát fyrir það, að taka þetta út á réttum tímapunkti -  á meðan ég hafði ekki þennnan fulla þroska sem ég hef í dag gerðust hlutir í minu lífi sem ERU og VERÐA ....og verður ekki breytt...

Á sama tíma eru aðrir í mínum aldursflokki ennþá að kljást við drauga fortíðar og framtíðar...endalaust.....og eru ekki búnir að átta sig á því að leitinni að hamingjunni líkur einn daginn! Hvað er hamingja ? Vera sáttur við það sem er og þá er friður í sál og sinni - ekki rétt ?

Ást er eitt - tryggð er annað og fullkomin samhljómur ennþá eitt undrið !

 

Bara si sona - innslag !

 

 


Tilþrifamikil myndlistarkennsla..

...þetta er nú svona spes fyrir þig Vilborg ! Talaði við Örn í kvöld og sagði honum þennan mikla draum sem mig dreymdi.....hann vill meina að hann tákni breytingar frekar hjá mér en þeim....en sagði svo - þú átt að vinna stórar myndir - þú veist að þar átt þú heima ......o.k. ég veit það !!!!    EN HEF EKKI PLÁSS !
En hann  var ánægður með jólakortið frá þér þar sem þú talaðir um tilþrifamikla myndlistarkennslu ! Og er að íhuga námskeið með vorinu og þá gefum við Sollu námskeið systkinin - er það ekki ? Og fáum svo afslátt fyrir Lúcý ! Þið þrjár getið verið hér og svo reddum við hinum sem vilja koma.........

Er alveg viss um að Stella ætti heima þar og krakkarnir Tinna og jafnvel Sölvi - væri hægt að skipta í börn og foreldra....???? Veit ekki með Huldu en hún er líka hæfileikarík....verður þetta ekki bara ættarmót ?


Þrettándinn...........

...já, jólin eru að renna sitt skeið eina ferðinna enn. Það hefur verið frábært að fá þessa daga til þess að slaka á og njóta. Að vísu eru þeir vinnudagar sem unnið er alveg "galnir" og ég man ekki eftir öðru eins....dagurinn eftir jólin var sá stærsti í bankanum sem ég man eftir - þvílíkt og annað eins og það er svolítið mikið að vinna í akkorði frá klukkan átta að morgni til sjö að kveldi !Woundering

Annars höfum við hjúin haft það ljúft og gott með honum Dalí og höfum verið eins og við ætluðum mikið úti með hann þessa frídaga - en - hvenær ætlar landinn að láta af sprengjuæði sínu ? Allt í lagi - gamlárskvöld og þrettándakvöld, látum það nú vera en alla hina dagana frá morgni til kvölds eru þessi læti í gangi og hundurinn okkar er ekki sáttur, núna síðustu dagana höfum við þurft að draga hann undan rúminu þar sem hann á sér "sinn stað" til þess að fara út, best hefur verið að fara inn í sveit þar sem friðurinn er meiri. Og ég hef heyrt það á fólki líka að þetta pirrar það, sprengt er við húsvegginn hjá því þegar það hefur verið að fara að sofa - mjög ergilegt ! Sideways

Á morgun tekur maður svo jólaskrautið niður og reynir að gera huggulegt hjá sér aftur án þess. Ég læt þó loga á hvítum seríum hjá okkur eitthvað frammeftir, allavega á meðan það er svona dimmt, en eitt er gott, þegar janúar er búin fer byrtan að verða meiri og árstíðaskiptin eru okkur Íslendingum orðin svo töm að maður heldur bara ótrauður áfram lífsbaráttunni. Meira að segja José, maðurinn minn sem er þó ekki búin að vera hér á landi nema rúm 17.ár er hættur að kippa sér upp við vond veður og myrkur og hreinlega dáir jólin á Íslandi Smile Hann er orðin sannur Íslendingur sem elskar svo margt í okkar landi ! ( og mig líka....he he he).

Svo bara styður maður sitt fólk í baráttu fyrir betri heilsu á komandi mánuðum og óskar þess að allt fari vel bæði hjá Ragnari Snæ með augað sitt og Sollu systur í væntanlegri aðgerð. Og auðvitað að gömlu hjónin mamma og pabbi fái mikið lengri tíma í þessari jarðvist og haldi því að geta verið heima hjá sér sem lengst.

Meira síðar...................

 


Frú Sólveig - systir....

.....já, hún hringdi í mig í gær og bað mig að setjast niður ....síðan sagði hún mér að hún hefði verið að fá út úr "skannanum" sem hún var send í vegna rannsókna hjá taugalækni...það sást í þessari rannsókn að hún var með æxli við heiladingul...Á síðasta ári var hún skorin upp vegna krabbameins í ristli sem var fjarlægt, hún var mikið veik fyrir og eftir aðgerðina og fór síðan í erfiða krabbameinsmeðferð sem tókst vel og hún hefur öll braggast, er komin með meiri hold og líður vel.

Þvílíkt reiðaslag sem þetta hefur því verið fyrir hana og maður hélt að þetta væri nú bara orðið meira en nóg - enda leið hún mikið á síðasta ári þrátt fyrir dugnað og bjartsýni !

Í framhaldinu fer hún í frekari athuganir meðal annars hjá augnlækni og heilaskurðlæknir verður kallaður til - henni var líka sagt að þetta þurfi að fjarlægja en það er ekki gert hér á Íslandi - annaðhvort  í Ameríku eða Svíþjóð. Hún var afar dugleg og er bjartsýn þrátt fyrir þessar fréttir. Og auðvitað vonar hún og við öll að þetta sé ekki illkynja þar sem henni líður ekki illa og læknirinn sagði henni að vera alveg rólegri útaf þessu.

Nú bara krossum við fingur og vonum það allra besta fyrir hennar hönd og allra aðstandenda. Hún á auðvitað marga góða að og á allt það besta skilið. 

Áfram Solla, þú tekur þetta verkefni eins og hitt ef ég þekki þig rétt. Hugsa mikið til þín.... Magga systir.

 


Gleðilegt nýtt ár, og þökkum allt gamalt og gott...........

Gamlárskvöldið leið hægt og hljótt framan af, José var í eldhúsinu eftir að ég lauk við að útbúa eftirréttinn, súkkulaði karamellu mús, en húsbóndinn glímdi við kalkúnabringur sem hann var búin að láta liggja í sítrónu krydd baði .....allt smakkaðist þetta vel....

Tók allan pakkann í sjónvarpinu, messuna sönginn hjá Philadelfíukórnum og átti notalega stund á meða José eldaði, hjálpuðumst svo að við salat og kartöflur og uppdekkun á áramótaborðinu...

Skaupið var ekki alveg að mínu skapi en tónlistin um áramótin góð í sjónvarpi allra landsmanna þar sem ég gat hlustað á hina ýmsu tónlistarmenn syngja og spila...ég var nefnilega inni í svefnherbergi með hátt stillt sjónvarpið, ljósin á og allt fyrir dregið, undir rúminu lá skjálfandi hundurinn okkar, þvílíkt stressaður í látunum sem voru hér fyrir utan í sprengingunum og ég var að veita honum móralskann stuðning, José var á svölunum að mynda herlegheitin !

Eftir miðnætti hefur skapast sú hefð hjá okkur að húsbóndinn hanterar humar til miðnætursnakks með köldu hvítvíni eða kampavíni, hvítvíni þetta árið, að þessu sinni bauð hann nágranna okkar í snakkið, sem var sóttur þegar krásirnar voru komnar á borðið...en sá var einn heima þar sem kærastan hafði brugðið sér á ball, að vísu vissum við seinna þegar humarveislunni var að ljúka að heima hjá honum voru nokkrir gestir sem hann skildi bara eftir á meðan hann kom yfir til okkar en við spjölluðum svo mikið að þeir voru að lokum farnir að leita að gestgjafa sínum, verður bara meiri humar næst á línunna....en þau litu svo aðeins hingað inn og buðu okkur svo yfir til sín en - við ákváðum að nú væri komið nóg klukkan að verða þrjú og lukum því gleðinni að þessu sinni. Sæl og sátt með kvöldið.

Kæru vinir og ættingjar sem lítið hérna við, óskum ykkur gleðilegs árs og vonum að nýja árið færi ykkur öllum gleði og verði ykkur gjöfult.Wizard

Átti rólegan dag í vinnunni, við tiltekt og spjall, fórum saman kvinnurnar út að borða í hádeginu á nýja Thailenska staðinn hér á Akureyri, fengum góðan og léttan mat og gátum svo farið snemma heim - gott að byrja árið svona og vera svo tilbúin í törnina á morgun....janúar yfirleitt þungur í bankanum, allavega fyrsta vikan.

Dalí minn er ennþá hræddur, enda ennþá verið að skjóta upp hér allt í kring en úr þessu er að draga, fórum á göngu upp í fjall og hann er aðeins að róast ....veður afbragðs gott og hressandi að vera úti í fjallakirrðinni.

Hafið það gott á nýja árinu. Þar til næst bless...........................


Árið 2007 að enda....litið yfir farin veg....

......hefur verið farsælt....skipst á með skyni og skúrum - eða þannig.

.....hjónin unnu sína vinnu og láta nokkuð vel af sér hvert á sínu sviðinu, frúin í peningatalningu ásamt því að stjórna gjaldkeradeildinni í L - bankanum og öllu sem því fylgir og bóndinn í ketskurðinum hjá því ágæta fyrirtæki Kjarnafæði. Allavega alltaf nóg að gera !

........í mars vorum í skemmtilegu partíi í Austurbrúninni hjá mömmu og pabba ásamt mörgum öðrum úr fjölskyldunni, mikið sungið, mikið gaman.........

.....Stella, Raggi og Sölvi Fannar fluttu aftur upp á land frá Vestmannaeyjum eftir eitt ár þar í maí og von var á fjölgun í fjölskyldunni.....og við ekki búin að láta verða af heimsókn til Eyja....

.....ættarmótið á Sauðanesi 23 og 24.júní var vel sótt og afar vel heppnað. Haldin var myndlistarsýning í vitanum svona í leiðinni þar sem margir tóku þátt - stórir og smáir. Kvöldvakan og sameiginlega grillið vel heppnað og nóg var af afgöngunum !

.....áttum sumarfrí í júlí - hurfum á vit náttúrunnar með tjald og allar græur vestur á firði. Fengum frábært veður, sváfum í tjaldi, þræddum hvern fjörð og vorum með nesti....afar gaman að sjá þennan landshluta sem maður hafði aldrei komið til áður. Við enduðum í að reyna að tjalda síðustu nóttina á Barðastöndinni í roki og rigningu en gáfumst upp og komumst í húsaskjól hjá Magga og Helgu á Selhólnum á Snæfellsnesinu góða undir morgun....og Dalí var með allan tímann og stóð sig vel...

.....Tinna var með okkur í nokkra daga hér fyrir norðan, mjög gaman hjá okkur. Vilborg kom í nokkra daga og við settum upp vinnustofu á svölunum og máluðum eins og óðar í nokkra daga.....það var hvergi af sér dregið og meistari Örn Ingi mætti til þess að taka út verkin....

.....september....Vilborg og Guðrún tengdadóttir hennar komu norður, Mángi bróðir líka og Dagga konan hans, við skunduðum öll á myndlistarnámskeið hjá Erni Inga sem byrjaði á föstudagskvöldi og stóð nær sleitulaust til klukkan fjögur á sunnudegi....þetta var afar gaman og mest gaman þóttir mér að fylgjast með systkinum mínum og mágkonu og auðvitað Guðrúnu líka taka tilsögn hins litríka kennara míns Arnar Inga....José stóð vaktina í eldhúsinu heima og helgin leið alltof hratt við listsköpun og glímu hvers og eins við myndefnin sem voru af ýmsum toga....abstrakt, fuglar, landslag, blóm og fleira.............lítið sofið, málað og málað og notið þess að vera saman. Góð helgi þar !!!

....ég setti upp ljóða og myndlistasýningu á Bláu könnunni í boði Stellu staðarhaldara og ljóðin voru samin af frú Margréti (sem málaði myndirnar), frú Vilborgu systur og herra Gísla Gíslasyni. Vel heppnað, fékk mikla umfjöllun en sala hefði mátt vera meiri.....sýningin stóð í tvo mánuði.

.....nýtt barnabarn fæddist 06. oktober. Drengur númer tvö hjá Stellu og Ragga, við fórum í skírnina og drengurinn fékk nafnið Ragnar Snær Smile Ragnar eins og afi Ragnar í Vestmannaeyjum. 

.....á skírnardagskvöldið fórum við hjúin ásamt Sollu systur og Vilborgu systur á ógleymanlega tónleika með Kim Larsen og Kjukken..... 

....viku síðar kom í ljós að Ragnar Snær hafði ekki sjón á hægra auganu sínu...það voru erfiðar fréttir og erfitt ferli fyrir foreldrana sem á eftir fór, skipt var um augastein á auganu og aðgerðardagurinn var mjög strembin fyrir þau öll og okkur sem biðum frétta hvert í sínu landshorninu....nú er Ragnar Snær komin með gleraugu og verið að reyna að þjálfa upp einhverja sjón á auganu hans...ekkert hefur komið uppá eftir aðgerðina svo nú erum við bara að vona að áfram gangi allt vel.

.......jólin eru búin að vera AFAR róleg hjá okkur hjúunum og Dalí, þar sem engir ættingjar eru á Akureyri voru ekki haldin nein kaffisamsæti né annað hjá okkur þetta árið.....verður vonandi næst....

Á næst síðasta degi ársins er hvasst hér úti en hlýtt í veðri, er búin að fara út á morgungönguna og lít nú hér yfir farin veg......uppúr standa stundir sem við höfum átt með fjölskyldu meðlimum og barnabörnunum...

Nýja árið rétt ókomið og engin veit hvernig það á eftir að þróast hjá okkur öllum í fjölskyldunni og á öðrum vettvangi, en vonir eru bundnar við að það verði okkur öllum gott og gjöfult.....

Megi nýja árið færa ykkur öllum gleði og verða ykkur farsælt....

Gleðilega hátíð....

Á von á því að annað kvöld verði frúin inni í svefnherbergi undir miðnættið með hundinum Dalí sem þá verður undir rúmi í hræðslukasti yfir sprengingunum...ljósin verða kveikt, sjónvarpið á fullu og dregið fyrir alla glugga....til að draga úr mestu hremmingunum....þvílíkt hvað hann óttast þetta, þorir varla út til að pissa.....

En þið sem sprengið - góða skemmtun ! Gangið hægt um gleðinnar dyr.

 


Jóladagur....

Aðfangadagskvöldið leið rólegt og gott hjá okkur "þremenningunum". Allir glaðir og í sínu fínasta pússi. Rjúpurnar smökkuðust dásamlega með öllu tilheyrandi og ég var búin að lúra á bláberjasultu krukku frá mömmu síðan í haust - alveg dæmalaust hvað þessi sulta er ómissandi með rjúpunum. Þó sulta sé nú ekki það sem ég borða mikið af þá er þessi sú allra, allra besta.

Já Tommi tengdasonur bjargar alltaf jólunum, svo duglegur á veiðunum. Takk Tommi minn ! 

Á undan borðuðum við graflax og ristað brauð og heimatilbúna sósu með. Vorum með fullt af jólaljósum og kertaljós í öllum stjökum.....afar notalegt, hlustuðum á aftansönginn í útvarpinu og hugsuðum til alls okkar fólks, hérlendis og erlendis.

Tókum okkur góðan tíma í pakkana og Dalí fékk auðvitað pakka og var ofur spenntur. Við hjónin fengum margt fallegt og þökkum ykkur kæru ættingjar og vinir fyrir allt þetta, já það er gaman að gefa og gaman að fá gjafir. Á náttborðinu mínu er ný mynd af litlu bræðrunum Sölva Fannari og Ragnari Snæ, þar sem þeir kúra saman glaðir á svip og litlu fallegu jólasveinarnir frá Tinnu sitja pent á aðventukransinum í eldhúsinu. Nóg er að lesa og allt fullt af konfekti og góðgæti. Ný falleg náttföt og snyrtivörusett frá dætrum og tengdasonum og náttkjóll og uppáhaldsilmvatnið frá eiginmanninum, allt svo fallegt og gefið af góðum hug. Dollí Parton diskurinn frá Sollu systir sló í gegn og hálsmenið frá Vilborgu er afar fallegt......og fullt af öðru fallegu dóti....kertastjakar og bakki með könnum fyrir olíu og salt og pipar, falleg jólabjalla, falleg brauðskál, kaffi og vanilluolía í það og og og ....svo allar fallegu myndirnar í jólakortunum og fréttir af ættingjum og vinum og þeirra fallegu jólaóskir........

Allt jafn fallegt Smile Gaman, gaman...

Fórum í klukkutíma langan göngutúr hér upp í fjallið í dag, afar hressandi að fara svona út eftir matinn. Nú sjóar á Akureyri í logni og fáir á ferli. Kertaljósin loga í Vestursíðunni, friður í sál og sinni og búin að heyra í öllum mér nákomnustum í gær og í dag....öllum líður vel og það er svo mikils virði.

Jólin halda áfram og jólagleðin líka. Hafið það sem allra best. Njótum áfram þessara dýrðlegu daga.

 


Aðfangadagur, bjartur og fagur....

Var að koma úr morgungöngu með Dalí. Við vorum ein á ferð í kirrðinni. Í gærkvöldi snjóaði, þannig að jörðin er alhvít. Í logninu í morgun stirndi á snjóinn og engu líkara en að glimmer hefði verið stráð yfir jörðina - afar fallegt. Og stjörnurnar líkt og dönsuðu á himninum. Þvílík fegurð....

Kirrlát morgunstund klukkan átta á aðfangadagsmorgni.

Kom inn rjóð í kinnum og tilbúin í daginn góða. Gleðileg jól enn og aftur Smile


Jólin..........jólin eru að koma....

....Já, það finnur maður á öllu. Fólk er glatt og með friðarglampa í augum, fann það í vinnunni á föstudaginn þrátt fyrir annirnar að allir voru svo glaðir, hjálpsamir og vildu að allt gengi vel, kom að vísu ekki heim firr en kl.19.00 en hvað með það fimm frídagar framundan....jibbí !! Finn að ég er þreytt eftir annir þessa mánuðar í vinnunni en er með afbragðs stelpur og konur í vinnu sem draga ekki af sér og vinnumórallinn er frábær - enda kemst engin upp með leiðindi í minni deild, á því er tekið ef einhver er með leiðindi sem draga hinar niður. Og hana nú !!! Þoli ekki leiðindi.

Mér þykir afar vænt um hvað stelpurnar sem hafa unnið undir minni stjórn eru mér tryggar senda mér jólakort og myndir af börnunum sínum og kíkja við til að segja gleðileg jól. Ein er þó sú sem er mér afar kær af mörgum, hún heitir Inga Berglind og er með "gullhjarta". En þegar hún var ófrísk af firra barninu sínu var hún að vinna sem gjaldkeri í LÍ og við gengum saman í gegn um hennar reynslu og trúði hún mér fyrir mörgu. Það sást best þegar hún vissi að nýjasta barnabarnið mitt Ragnar Snær átti bágt og fjölskyldan hans þá var hún fljót til að biðja guð að hjálpa þeim og hugsa til þeirra. Ég er henni þakklát fyrir svo margt, og í gær kom hún til mín með kort og spurði mikið um hvernig gengi hjá þeim......ég kíkti í kortið og þar stóð meðal annars "Margrét þú ert perla" tár....(gat það nú verið)....

Ég hitti konu frá Reyðarfirði í gær í Bónus -  (þvílíka örtröðin þar) hún á veika móðir og hugsaði greinilega mikið til hennar eins og maður gerir til ástvina sinna sérstaklega á þessum árstíma, líklega meira en annars. Hún var með tárin í augunum og mig langaði að faðma hana þarna í búðinni - en í þess stað kissti ég hana á vangann og klappaði henni á bakið - vona að hún hafi fundið hvað ég fann til með henni.....

Við konur erum meirar og meirari á þessum árstíma en öðrum - en þannig er það bara - og ekkert slæmt við það og ekkert við því að gera. ....við bara sendum tárin út og okkur léttir. !

Ég er fastheldin á jólaskrautið.....vil helst hafa hvítt rautt og grænt hjá mér og mikið af kertaljósum og daufri byrtu...var í gær að klára að straua jóladúka og tína fram rest af jóladóti...gömlu jólavinirnir  byrtust hver af öðrum og minningarnar streymdu fram...jóladúkar sem dætur mínar höfðu málað á þegar þær voru í Grunnskóla Reyðarfjarðar, gjafir frá vinum og ástvinum og margt skemmtilegt jólaskraut....frá Sollu systir og fleirum  og upp komu minningar um heitt kakó og rjóma blúndur ásamt ýmsu fleiru góðgæti í Garði í skemmtilegum jólaheimsóknum þangað, jólaskraut frá mömmu og pabba sem þau sendu mér þegar ég byrjaði minn fyrsta búskap og svo fallegu gjafirnar sem barnabörnin yndislegu hafa verið að föndra handa okkur.....jólakaffi á Sauðanesinu góða og jólin þar.......jól í Stekkjarbrekku og ljóminn í augum dætra minna þegar jólin voru alveg að bresta á,  tár (gat það nú verið).............

Já, minningarnar eru margar og góðar, og þær skipta máli. Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég á.

Nú ætla ég að kasta "bombunni" Næstu jól, tökum við okkur stóran sumarbústað einhversstaðar saman Hulda, Tommi og dætur, Stella , Raggi og synir og tökum með okkur jólaskraut, búum til okkar eigin jól - og verum öll saman !  ? Og ef einhverjir vilja slást í hópinn er hægt að taka tvo til þrjá bústaði sama stað.... Lísbeth og Gutti, Fríða og Raggi ???? Hvernig hljómar og ómar þetta ? Verður kátt í höllinni !!

Á eftir að hugsa svo mikið til ykkar allra um jólin og óska þess aðeins að allir verði glaðir, finni frið í sál og sinni og hinn sanni jóla-andi nái tökum á okkur öllum, er farin að finna fyrir gleði og friði hérna heima með manninum mínum og Dalí, við erum að klára að gera fínt, sjóða hangikjötið og skreyta jólatréð, gjafirnar komnar undir tréð og allt að verða klárt.......jólin, já jólin ....þau eru að koma.....

Gleymum ekki jólaboðskapnum og guð gefi ykkur öllum gleðileg jól börnin mín og barnabörn og fjölskyldur þeirra, foreldrar og systkini og allt þeirra fólk. Megi algóður guð vaka yfir okkur öllum.

Gleðileg jól...Smile

 


Jólin, jólin.....

...þá er það ákveðið, við ætlum að vera hér heima, hjúin um jólin. Vorum búin að hugsa okkur að fara suður og vera með dætrunum og fjölskyldum, en við erum með hundinn Dalí og ekki er talið æskilegt að Ragnar Snær sem enn er í sýkingarhættu með augað sitt sé á meðal dýra fyrstu vikurnar eftir aðgerð, þá ákváðum við að taka enga áhættu - ekki getum við skilið Dalí eftir einan heima og viljum vissulega ekki yfirgefa hann um jólin heldur, þar sem þá er einmitt tækifæri til að fara í lengri göngutúra og vera heima og með honum.

Að vandlega hugsuðu máli er líka betra að það verði rólegheit í kring um Ragnar Snæ og fyrir mestu að hann komist klakklaust yfir allar þær hættur sem fylgja á eftir aðgerð eins og þessari. Enda hafa foreldrarnir í nógu að snúast með hann og öllu því sem fylgir eftirmeðferðinni.

Stella er búin að lofa mér því að koma norður strax og það er óhætt að ferðast með hann og þegar hættan er liðin hjá - en það er áríðandi fyrir þau að vera nálægt hans lækni ef eitthvað kemur uppá. Eða þá að við "gömlu" skreppum suður.....

Aðventan hefur verið skrítin, ekki mikið um jólaundirbúning en jólin þau koma samt og við gerum okkar jólahreingerningu og plön um helgina. Mikið hefur verið að gera í vinnunni allan mánuðinn og það verður kærkomið að lúra og lesa og hvíla lúin bein í bland við útivist og fleira. Það er ekki stærsta áhyggjuefnið, kvíði því ekki að við eigum ekki góð jól. Fyrir mestu er að Ragnar Snær er á góðu róli og allt í rétta átt. Tinna, Hrönn, Sölvi Fannar og Ragnar Snær fá bara að njóta þess að hafa ömmu og afa meira á nýju ári ! Næstu jól - ef allt fer eftir óskum - lífið er bara eitthvað svo óútreiknanlegt....þá stefnum við á samveru næstu jól....og þá verður kátt í höllinni, hvaða höll sem það nú verður, skiptir ekki máli - ef allir verða glaðir og hraustir. Smile

En gleðiefni dagsins var að skoða myndir af Ragnari Snæ með nýju gleraugun sín og vita að hann hló og skríkti af gleði með þau á nefinu - hann er líklega að sjá veröldina í réttu ljósi í fyrsta sinn með góða, fjarsýna auganu sínu. Það er frábært. Cool

Meira fyrir jólin - Friður og kærleikur umvefji ykkur !

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband