Færsluflokkur: Bloggar

Léttir.....

... að foreldrarnir eru komnir heim með drenginn sinn og fjölskyldan litla er sameinuð á ný. ...léttir að heyra að jafnvel sé komin einhver sjón á hægra augað hjá Ragnari Snæ. ...léttir að heyra að Ragnar Snær er farin að brosa og virðist ekki líða illa....

Erfiður dagur............

Biðin var löng eftir fréttum og mikið var ég fegin þegar að Raggi hringdi loksins í mig eftir hádegi og lét mig vita að aðgerðinni væri lokið...........ekki er enn vitað hvort eða hversu mikla sjón Ragnar Snær fær á augað, en það var ský aftan á...

Ragnar Snær.

Núna klukkan átta fer litli kallinn í aðgerð á auganu sínu. Ég vaknaði klukkan fimm í morgun og gat ekki sofnað aftur. Hugurinn er allur hjá litlu fjölskyldunni sem á erfiðan dag fyrir höndum og stórt verkefni frammundan.....Það logar á kerti í Vesturíðu...

Jólakort, jólalög, kertaljós og rólegheit.....

Dagurinn í dag er svona íhugunardagur hjá mér. Kallinn minn er með löndum sínum að njóta þjóðarrétta frá Portugal og þrátt fyrir gott boð um að koma með, ákvað ég að vera heima með Dalí og skrifa á jólakort og íhuga svolítið....fór fyrst út með Dalí minn...

Jólin fyrir austan og telpurnar mínar....

Flestum jólum telpnanna minna þegar þær voru að alast upp eyddum við á Reyðarfirði, þar sem við bjuggum í mörg ár. Stella var á Þriðja ári þegar við fluttum þangað og Hulda byrjuð í skóla. Ég fór með það í veganesti að heiman að jólin voru afar merkileg...

Telpurnar mínar....

....næst ætla ég að tala um jólin og telpurnar mínar trítla um hús í bið eftir jólunum.....þar er líka margs að minnast............

Jól á Sauðanesi - seinni hluti....

" Á afskekktum bæ út við sæ......" Já, aftansöngurinn var byrjaður að hljóma í útvarpinu...við vorum að ljúka við að borða, allir voru prúðbúnir. Eftir matinn átti að ríkja þögn því pabbi og mamma vildu hlusta á predikun prestsins og jólaboðskapinn...við...

Inn á milli jólasögu....Ragnar Snær Ragnarsson.

Ákveðið hefur verið að Ragnar litli Snær fari í aðgerð á hægra auganu sínu í næstu viku. Ákvörðun um þetta var tekin í gær af læknum og foreldrum. Vonast er til að hann geti fengið einhverja sjón á auganu ( 10 % ) ? að henni lokinni en er þó ekki víst og...

Jól á Sauðanesi....fyrri hluti....

...endur fyrir löngu......Úti var svalt og hríðarkóf, hljóðvitinn var í gangi þar sem skyggni var slæmt úti fyrir norðurlandi. Ég vaknaði við það á aðfangadag að pabbi var komin á stjá, en hann var alltaf snemma á fótum. Mér leið ógurlega vel að geta...

Lífið tifar áfram....

Er búin að vera frekar mikið utan við mig síðan ég fékk fréttirnar af litla Ragnari Snæ...hef vaðið úr einu í annað og ekki klárað neitt almennilega...í gær fór ég svo niður í banka að vinna, verið var að kveikja á jólatrénu á Ráðhústorgi og bankinn var...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband