Færsluflokkur: Bloggar

Nesti um verslunarmannahelgina....

Já, eitt enn, ekki vildi maður nú taka með sér mjög mikið nesti, en flatkökur og hangikjöt flutu með, sviðakjammarnir voru vinsælir og eitthvað af heimabökuðu sætabrauði og harðfiskur....Annars vorum við systur svo mjóar að við þurftum lítið að borða...

Framhald...verslunarmannahelgi í Húsafelli....

Ég var alveg búin að gleyma því að ég fór líka einu sinni í Húsafell. (mundi eftir því þegar ég las á bloggi Bratts um Húsafell).Ég var að vinna vestur í Dalasýslu eitt sumar, sumarið eftir skemmtilegasta vetur sem ég hef átt en það var í...

Verslunarmannahelgi....

Hm....einu sinni var maður eins og allir hinir rjúkandi upp til handa og fóta - drífa sig eitthvað í útilegu, Húnaver eða allavega ball eða böll á Ketilási. Nú er ÖLDIN önnur - ekki er það elli sem hrjárir mann ennþá en mikið er ég fegin þessa helgina að...

Eitt ljóð....

Einu sinni. Í bernskunni var ég stórskáld sem talaði við öldurnar og klettana í fjörunni.   Ljóðið kom til mín fljótandi með hafinu og sjóndeildarhringurinn hvarf -hvarf í eilifðina. Margrét Traustadóttir

Blogg leti.....

Jæja, ekki hægt að láta fleiri vikur líða án bloggs...er búin að vera afar löt, hef verið í kærkomnu sumarfíi og þá eru tölvur eitthvað EKKI að heilla mig....þar sem ég sit við tölvu alla daga í vinnunni. Sumarfríið afbragðsgott, ferðalag um Vestfirði,...

Ættarmót...

Halló, halló. Föstudagur 22.06. Kvöld á Sauðanesi, sólarlag og blíða. Allir að tínast HEIM. Gaman, tjaldað, heilsað og glaðst. Laugardagur 23.06. Veður gott, mætt í mjaltir á nesinu góða snemma morguns, börnin alsæl - prufuðu að mjólka og smakka volga...

Að loknum kosningum......

Já, já, þá er þeim lokið og fólk er misjafnlega ánægt með hvorutveggja alþingiskosningar og eurovision. Var sjálf að vona að ríkisstjórnin félli....en vil frekar tala um eurovision , fyrst Eiríkur komst ekki áfram var ég sátt við lagið frá Serbíu sem var...

Sumar og sól..........

Halló, halló. Veðrið er búið að vera svo gott hérna fyrir norðan um helgina að maður trúir því varla að það eigi eftir að kólna aftur :) En svona er þetta, við getum alltaf búist við "bakslögum" í veðrinu hér á þessu landi. Og við tökum því bara eins og...

Gleðilegt sumar...

....og takk fyrir veturinn. Hér fyrir norðan er þó enn snjór ! En sumarið er framundan með betri tíð og blóm í haga. Við Dalí vorum mikið úti um helgina og nokkuð hlýtt bara. Læt heyra frá mér fljótlega aftur. Lofa !  

Gleðilega páska...

Mikið rosalega líður tíminn fljótt, fríið rétt að byrja þegar það er búið. Dásamlegt að eiga fimm daga frí og að þessu sinni eins og oft áður var ég svo heppin að tvö af barnabörnunum mínum sem enn eru bara þrjú voru í skiðaferð hér fyrir norðan með...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband